Fréttir

1. maí 2020

27 apr. 2020

Í fyrsta skipti í nærri öld mun íslenskt launafólk ekki koma saman í kröfugöngu og ganga á baráttufundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi.  Þess í stað stendur verkalýðshreyfingin fyrir skemmtidagskrá í Sjónvarpinu að kvöldi 1. maí.

Nánari upplýsingar um skemmti- og baráttusamkomu, í Hörpu sem heildarsamtök launafólks í landinu, BSRB, ASÍ, BHM og KÍ, standa fyrir er að finna á heimasíðu BSRB.

Dagskráin hefst í sjónvarpinu (RÚV) klukkan 19:40 en landsþekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar koma saman auk þess sem flutt verða hvatningarorð frá forystu verkalýðshreyfingarinnar.

Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, Ellen Kristjáns og Auður, Jakob Birgisson uppistandari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins..

Til baka