Fréttir

Nýr vinnuréttarvefur BSRB

14 maí. 2020

í dag, fimmtudaginn 14. maí, var opnaður nýr Vinnuréttarvefur BSRB, sem unnið hefur verið að í allnokkurn tíma í samstarfi allra aðildarfélaga BSRB.  Vefnum er ætlað að veita opinberum starfsmönnum, innan aðildarfélaga BSRB aðgang að ýmsum spurningum og svörum varðandi réttindi þeirra og skyldur.

Vefnum er skipt niður í þrjú meginsvið (undirsíður):

Upphaf starfs

Starfsævina

Lok starfs

Undir hverju meginsviði (hægra megin á hverri undirsíðu) eru síðan undirsvið þar sem hægt er að finna spurningar og svör við ýmsum álitaefnum er varða t.d. persónuvernd starfsmanna, aðbúnað starfsmanna, stöðu og hlutverk trúnaðarmanna, fæðingar- og foreldraorlof, orlofsrétta o.fl., o.fl.

Félagsmenn LL eru sérstaklega hvattir til að kynna sér vel og sérstaklega efnið og fróðleikinn sem finna má á þessum nýja Vinnuréttarvef BSRB.

Til baka