Fréttir

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning LL við ríkið.

19 sep. 2020

Kæru félagar

Í dag, laugardaginn 19. september 2020 hefst atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Landssambands lögreglumanna (LL) við ríkið.

Atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 miðvikudaginn 23. september 2020.

Kjörgengir eru allir starfandi lögreglumenn sem lokið hafa prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða íslensku diplómaprófi í lögreglufræðum og hafa lögreglustarfið að aðalstarfi, og einnig þeir lögreglumenn sem eru í fæðingar og -feðraorlofi, launalausu leyfi og þeir sem hafa fullnýtt veikindarétt sinn og fallið af launaskrá vegna veikinda eða slysa en hafa ekki látið af störfum.

Smellið á tengilinn hér að neðan til að opna kjörseðilinn.

Athugið að rafræn skilríki eru nýtt til auðkenningar.

Athugið að þessi tengill hættir að virka kl. 10:00, miðvikudaginn 23. september.

https://outcomesurveys.com/ExternalSurveyLogin/logreglumenn/a9db5a6e-5ef2-4dd5-a1f1-1eb20d248e67

Til baka