Fréttir

Nýr vefur um styttingu vinnuvikunnar

5 nóv. 2020

BSRB hefur sett í loftið nýjan og glæsilegan upplýsingavef um styttingu vinnuvikunnar – Styttri.is. BSRB samdi um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum sem undirritaðir voru í mars 2020. Á vefnum kemur fram að vinnuvikan hjá dagvinnufólki styttist um allt að fjórar stundir í kjölfar samtals á hverjum vinnustað. Hjá vaktavinnufólki styttist vinnuvikan um fjórar stundir að lágmarki og í mesta lagi um átta stundir, en styttingin er mismunandi eftir því hvernig vaktir viðkomandi gengur.

Á vefnum er mikið efni um viðfangsefnið. Þar má meðal annars finna aðgengilegar upplýsingar um innleiðingu styttingarinnar og hvernig hægt er að hafa áhrif á fyrirkomulagið á vinnustað. Á vefnum eru líka kynningarmyndbönd sem BSRB hefur gert og svör við fjölmörgum spurningum, sem kunna að brenna á fólki.

Til baka