Fréttir

Úlfar og Grímur taka við lögregluembættum

17 nóv. 2020

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað tvö lögreglustjóra í embætti. Frá þessu greindi hún sjálf á samfélagsmiðlum í gær.

Úlfar Lúðvíksson hefur verið skipaður í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og Grímur Hergeirsson í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.

„Ég óska þeim velfarnaðar í starfi og hlakka til áframhaldandi samstarfs við þá á nýjum stöðum,“ skrifaði Áslaug Arna.

Til baka