Fréttir

Spurt og svarað vegna COVID

26 nóv. 2020

Ýmsar spurningar hafa vaknað, meðal félagsmanna LL, í tengslum við COVID-19 ástandið í þjóðfélaginu.  Flestum spurningum hefur verið reynt að svara á sérstakri vefsíðu BSRB og einnig á „Spurt og svarað“ síðu fjármálaráðuneytisins.

Í grunninn er staðan þannig að COVID-19 afnemur ekki ákvæði kjarasamninga, sbr. t.d. spurningarnar tvær og svörin hér að neðan.  Ástandið getur hinsvegar kallað á ýmsar tilhliðranir, t.a.m. fyrirfram ákveðinna vakta eða vaktatarna en hafa ber í huga í slíkum tilvikum að ákvæði kjarasamninga kveða einnig á um sérstakar greiðslur, í ákveðnum tilvikum, vegna slíkra breytinga.

„Getur atvinnurekandi breytt starfsskyldum mínum eða fært mig yfir í annað starf?

Atvinnurekandi getur ekki einhliða breytt starfsskyldum þínum umfram það sem rúmast innan ráðningarsamnings. 

Hefur neyðarstig almannavarna áhrif á hvíldartímaákvæði kjarasamninga?

Hvíldar- og vinnutímaákvæði kjarasamninga eru enn í fullum gildi þrátt fyrir að lýst hafi verið yfir neyðarstigi almannavarna. Undanþágum sem eru frá hvíldartímaákvæðum í kjarasamningi, t.d. undanþága frá því að vinna sé skipulögð umfram 13 klst. á sólarhring, getur þó verið beitt í meira mæli og er það heimilt vegna þess að almannaheill krefst þess. Starfsmenn skulu þó áfram fá frítökurétt með þeim hætti sem kjarasamningar kveða á um.“

Að öðru leyti er sérstaklega bent á síðurnar tvær, sem minnst er á hér að ofan.

Þá er og rétt að benda sérstaklega á upplýsingar og fræðslu vegna COVID-19 sem er að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

 

 

 

Til baka