Fréttir

Betri vinnutími – stytting vinnuvikunnar

17 des. 2020

Eins og áður hefur komið fram, hér á heimasíðu LL, á umbótasamtali að vera lokið og einnig búið að kjósa um leiðir að styttingu vinnuvikunnar gagnvart dagvinnufólki.  Umbótasamtal og vinna við styttingu vinnuvikunnar á að vera hafin gagnvart vaktavinnufólki.

Starfsfólk og stjórnendur eru hvött til að kynna sér ítarlegar upplýsingar sem er að finna á heimasíðunum:

Betri vinnutími

Styttri

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu leggur áherslu á að allt starfsfólk og allir stjórnendur kynni sér meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal.

Enn fremur er lagt til að stjórnendur sendi sínu starfsfólki meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal og miðli þeim sem víðast.

Betri vinnutími í vaktavinnu á 2 mínútum

Umbótasamtal á 2 mínútum

Ávinningur fyrir starfsfólk

Markmið og leiðarljós

Til baka