Fréttir

Stytting vinnuvikunnar – Stutt fjarnámskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu

5 jan. 2021

Nú á vinnunni varðandi styttingu vinnuviku starfsfólks í dagvinnu að vera lokið og vinnuvika þess starfsfólks orðin allt að fjórum (4) klukkustundum styttri frá og með 1. janúar s.l.

Vinnan við styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsfólk í vaktavinnu er í fullum gangi og sem liður í þeirri vinnu munu hefjast í næstu viku stutt fjarnámskeið á vegum verkefnastjórnar um betri vinnutíma í vaktavinnu og Starfsmenntar.  Námskeiðin taka klukkutíma og er markmiðið að fara yfir kerfisbreytinguna í heild sinni í stuttu máli, og jafnframt leiðbeina fólki um hvernig það getur sjálft leitað sér frekari upplýsinga.  Námskeiðin fara fram í gegnum Teams.

Hér á betrivinnutimi.is má nálgast nánari upplýsingar og hlekki á skráningu.  Hámarksfjöldi á hverju námskeiði er 100 manns, en ef það verður umframeftirspurn verður fleiri námskeiðum bætt við.

Allir lögreglumenn, sem starfa í vaktavinnu eru hvattir til að skrá sig á eitt af þessum fjarnámskeiðum og á þetta sérstaklega við þá sem starfa í vinnutímanefndum á sínum starfsstöðvum.

Þá eru allir lögreglumenn einnig hvatttir sérstaklega til að kynna sér vel þær upplýsingar sem er að finna, varðandi styttingu vinnuvikunnar, inni á heimasíðunum:

Betri Vinnutími og

Styttri

Til baka