Fréttir

Flestir á leið í 36 stunda vinnuviku

15 jan. 2021

Flestar ríkisstofnanir og vinnustaðir hjá Reykjavíkurborg hafa ákveðið að stytta vinnuvikuna úr 36 stundum í 40. Þetta kemur fram á vef BSRB. Þar segir þó að enn vanti nokkuð upp á að tilkynningar um útfærslu hafi borist vinnustöðum hjá hinu opinbera þrátt fyrir að styttingin hafi þegar tekið gildi.

Fram kemur að átta ráðuneyti staðfest tilkynningar frá 83 ríkisstofnunum um styttingu vinnuvikunnar fyrir fólk í dagvinnu. Þrír fjórðu hafi valið 36 stunda vinnuviku en hátt í fjórðungur hafi valið einhverja blandaða leið eða tímabundna skemmri styttingu.

„Þó svo BSRB hafi aðeins borist 83 staðfestar tilkynningar frá ráðuneytunum hefur bandalagið verið upplýst um að nær 150 tilkynningar hafi borist ráðuneytunum, en ráðuneytin eiga eftir að yfirfara og staðfesta talsverðan fjölda tilkynninga,“ segir í frétt BSRB.

Stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tekur gildi 1. maí næstkomandi en vinna er að sögn í fullum gangi við útfærslu innan Reykjavíkurborgar og stofnunum ríkisins.

Hér má finna ítarlegar upplýsingar um styttingu vinnuvikunnar.

Til baka