Fréttir

Fjölnir kjörinn formaður Landssambands lögreglumanna

22 jan. 2021

Fjölnir Sæmundsson hefur verið kjörinn formaður stjórnar Landssambands lögreglumanna. Rafrænni formannskosningu lauk í hádeginu í dag, föstudag. Kosið var á milli Snorra Magnússonar, sem hefur verið formaður frá árinu 2008, og Fjölnis.

705 voru á kjörskrá en atkvæðu greiddu 519, eða 73,6%.

Atkvæði skiptust þannig:

Fjölnir Sæmundsson 391 atkvæði, eða 75,3%.
Snorri Magnússon 120 atkvæði, eða 23,1%.

Auðir seðlar voru átta.

Fjölnir telst því réttkjörinn formaður Landssambands lögreglumanna tímabilið 2021-2024. Hann mun taka við formennsku að loknu þingi sambandsins, sem haldið verður í vor.

Til baka