Fréttir

Upplýsingar um styttingu í vaktavinnu

29 jan. 2021

Á vef BSRB er vakin athygli á því að undirbúningur undir styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sé kominn á fullan skrið. Mikilvægt sé fyrir alla sem starfa í vaktavinnu á vinnustöðum hins opinbera að kynna sér málið.

Bent er á að samið hafi verið um styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB og annarra stéttarfélaga opinberra starfsmanna í mars 2020. Hjá vaktavinnufólki fylgi þessari breytingu í vinnutíma ákveðnar breytingar á launamyndunarkerfi. Mikilvægt sé að kynna sér þær.

Vinnuvika vaktavinnufólks mun að lágmarki styttast úr 40 stundum í 36, en fyrirhugað er að styttingin taki gildi núna í vor. Þeir sem eru á þyngstu vöktunum munu fara allt niður í 32 stundir á viku.

BSRB og aðrir samningsaðilar standa að vefnum betrivinnutimi.is þar sem settar hafa verið inn leiðbeiningar fyrir starfsfólk og stjórnendur svo allir geti kynnt sér þær breytingar sem framundan eru. Þar sem viðbúið er að meira efni bætist við væri sniðugt að skrá sig í áskrift á vefnum hér.

Fyrir þá sem vilja fá yfirlit í einum pakka má benda á stutt PDF-skjal með helstu upplýsingum.

Þeir sem frekar kjósa að horfa geta horft á stutt kynningarmyndband um styttinguna hjá vaktavinnufólki hér að neðan:Til baka