Fréttir

Ert þú að koma ný/r að betri vinnutíma í vaktavinnu?

1 feb. 2021

Eins og margítrekað hefur komið fram í fréttum, hér á heimasíðu LL (sjá hnappinn Stytting vinnuvikunnar á heimasíðu LL) er gríðarmikinn fróðleik að finna um verkefnið á heimasíðunum:

Betri vinnutími og

Styttri

Sífellt er verið að bæta við fróðleik á heimasíðunni Betri vinnutími og þar hafa nýverið verið settar inn upplýsingar sem sérstaklega eru ætlaðar þeim einstaklingum sem eru að koma nýjir að þessu verkefni en því miður hefur borið talsvert á misvísandi upplýsingum í þessum efnum:

„Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um miklar breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks.

Breytingarnar taka gildi 1. maí 2021.

Vinnutími vaktavinnufólks styttist úr 40 í 36 virkar stundir á viku eða úr 173,33 í 156 klukkustundir að meðaltali á mánuði. Markmið breytinganna er að bæta starfsumhverfi og launamyndun vaktavinnufólks. Viðbótarstytting í allt að 32 virkar vinnustundir er möguleg og grundvallast á mismunandi vægi vinnustunda. Í nýju launamyndunarkerfi fjölgar vaktaálagsflokkum og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta. Breytingarnar eru til þess fallnar að auka möguleika vaktavinnufólks til að vinna hærra starfshlutfall en áður og hækka þannig tekjur sínar. Þá hefur starfsfólki í hlutastarfi verið boðin hækkun á starfshlutfalli.“

Ert þú að koma ný/r að betri vinnutíma í vaktavinnu?

Þessu til viðbótar er rétt að benda enn og aftur á það fræðsluefni, sem ítrekað hefur verið vakin athygli á, sem er að finna á heimasíðu BSRB um styttingu vinnuvikunnar:

Fræðsla um styttingu vinnuvikunnar.

Hægt er að komast beint inn á þær upplýsingar, sem er að finna um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks á Betri vinnutími, með því að fylgja þessum hlekk:

Vaktavinna.

Einnig er rétt að benda sérstaklega á og hvetja alla, sem koma að verkefninu og/eða vinna vaktavinnu að kynna sér vel Spurt og svarað í þessum efnum inni á Betri vinnutími.

Til baka