Fréttir

Námskeið fyrir vaktasmiði – Betri vinnutími

15 feb. 2021

Vaktasmiðir hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu er hvattir til að koma á námskeið vegna betri vinnutíma í vaktavinnu.

Hver vaktasmiður er hvattur til að mæta á tvö námskeið. Vaktasmiðanámskeið 1 er undanfari vaktavinnunámskeiðs 2.

Markmið námskeiðanna

Markmið námskeiðanna er að efla vaktasmiði í að gera vaktaskýrslur í samræmi við áherslur betri vinnutíma í vaktavinnu og hafa leiðarljós verkefnissins í forgrunni.

Á námskeiðunum verður m.a. farið yfir:

  • Breytingastjórnun
  • Nýtt launamyndunarkerfi og breytingar sem þurfa að eiga sér stað í gerð vaktaskýrslna vegna þess
  • Forgangsröðun hagsmuna og jafnræði í starfsmannahópi
  • Samsetningu vakta
  • Hvíldartímalöggjöf

Um námskeiðin

  • Vaktasmiðanámskeið 1 er 2. klst. námskeið og vaktasmiðanámskeið 2 90 mínútna námskeið
  • Kennt verður í gegnum teams
  • Allar nánari upplýsingar má finna á vef Starfsmenntar

Skráning á námskeiðin fer fram á vef Starfsmenntar

Til baka