Fréttir

Úthlutun orlofshúsa 2021

4 mar. 2021

Venju samkvæmt stendur lögreglumönnum á eftirlaunum til boða að sækja um dvöl í orlofshúsum félagsins í fjórar vikur í upphafi orlofstímans, þeim að kostnaðarlausu.

Tímabilið þetta árið, fyrir lífeyrisþega, er frá 14. maí til 11. júní en opið verður fyrir umsóknir um þessar vikur frá 12. – 24. mars.  Eftir sem áður verður úthlutað eftir punktafjölda sem félagsmaður hefur áunnið sér á starfsferlinum.

Opnað verður fyrir almenna sumarúthlutun 26. mars en hægt er að sækja um til 12. apríl.  Tímabilið sem hægt verður að sækja um er frá 11. júní til 27. ágúst.

Sem fyrr býður félagið upp á sumarhús í Haukadal, við Flúðir, í Munaðarnesi, á Eiðum auk íbúða í Reykjavík og á Akureyri.

Til baka