Betri vinnutími – námskeið fyrir launafulltrúa
15 apr. 2021
Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir launafulltrúa hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum og Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skráningar á námskeiðin fara fram á vef Starfsmenntar.
Markmið námskeiðs
Markmið námskeiðsins er að launafulltrúar þekki lykilatriði launavinnslu og nýrra launamyndunarþátta tengt betri vinnutíma í vaktavinnu.
Efni námskeiðs
Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir;
- Nýtt launamyndunarkerfi betri vinnutíma í vaktavinnu.
- Áhrif einstakra breyta á launamyndun.
- Skilgreiningar á vaktavinnumanni.
- Orlof vaktavinnumanna.
- Forgangsröðun hagsmuna og jafnræði í starfsmannahópi.
- Hvíldartímalöggjöf.
Kennt verður í gegnum TEAMS forritið.
Launafulltrúar sem starfa með vaktavinnufólk hjá opinberum launagreiðendum eru sérstaklega hvattir til að mæta á námskeið.