Fréttir

Dagsetning þings LL ákveðin

21 apr. 2021

Stjórn Landssambands lögreglumanna ákvað á fundi þann 19. apríl að þing LL verði haldið rafrænt á Teams þriðjudaginn 27. apríl klukkan 13:00. Þetta varð niðurstaðan vegna gilandi samkomutakmarkana. Ekki er unnt að halda þingið með hefðbundum hætti. Leita þarf afbrigða hjá þingfulltrúum vegna þessa fyrirkomulags, svo dagskrá fundarins geti farið fram með löglegum hætti.

Í kjölfar fundarins mun nýr formaður og stjórn LL taka til starfa. Unnið er að því, með fulltingi formanna lögreglufélagana, að koma upplýsingum um fundinn um fundinn á alla þingfulltrúa.

Allar nánari upplýsingar um störf þingsins, val þingfulltrúa o.fl. er að finna í lögum og þingsköpum Landssambands lögreglumanna.

 

Til baka