Fréttir

Nýr formaður tekinn við

30 apr. 2021

Fjölnir Sæmundsson tók við sem formaður LL á stuttum 35. þingi sem haldið var 28. apríl. Snorri Magnússon, sem hefur verið formaður frá 2008, mun starfa á skrifstofu félagsins út maí. Ekki tókst að ljúka þingstörfum en þinginu verður fram haldið þegar aðstæður leyfa.

Ný stjórn tók við störfum en framkvæmdastjórn hennar skipa:

Fjölnir Sæmundsson formaður
Stefan Örn Arnarson varaformaður
Baldur Ólafsson ritari
Eiríkur B. Ragnarsson gjaldkeri

Framkvæmdastjórnin fundaði samdægurs en þar var meðal annars rætt um ráðningu framkvæmdastjóra og fjárhagsáætlun.

Til baka