Fréttir

Stofnanasamningurinn birtur og boðað til fundar

18 des. 2021

Stofnanasamningur milli Landssambands lögreglumanna annars vegar og lögregluembættanna og Héraðssaksóknara hins vegar hefur verið undirritaður. Í samningnum er kveðið á um forsendur röðunar starfa á grundvelli gildandi kjarasamnings.

Samningurinn nær til allra afleysingamanna í lögreglu, héraðslögreglumanna, starfandi lögreglunema og lögreglumanna sem eru settir, skipaðir eða ráðnir til starfa hjá embættunum og er ásamt bókunum sem honum fylgja hluti af gildandi kjarasamningi aðila.

Óhætt er að benda lögreglumönnum á að skoða sérstaklega þær bókanir sem aftast eru í samningnum. Þær eru mikilvægar og skýra næstu skref.

Stofnanasamningur LL 14. desember 2021

Athygli er vakin á því að félagsmenn hafa fengið sent Teams-fundarboð í tölvupósti um kynningarfund 20. desember klukkan 14, þ.e. á mánudag.

Til baka