Fréttir

Fjallað um kjaramál lögreglumanna í Fréttablaðinu

11 feb. 2022

Fulltrúar viðbragðs- og öryggisstétta innan vébanda BSRB funduðu á miðvikudag um kjaramál og styttingu vinnuvikunnar. Ekki hefur verið stofnað eiginlegt félag en áfram verður fundað fyrir næstu
kjaralotu, einkum og sér í lagi vegna óánægju stéttanna með útfærslu á styttingu vinnuvikunnar.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar er rætt við Fjölni Sæmundsson, formann LL. Haft er eftir honum að um óformlegt spjall hafi verið að ræða; undirbúningur fyrir kjaraviðræður. Ásamt lögreglumönnum sátu fundinn fulltrúar fulltrúar slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, tollgæslumanna,
gæslumanna úr Landhelgisgæslunni og fangavarða. Kjarasamningar þessara stétta losna í mars á næsta ári.

Fram kemur að fundirnir verði fleiri enda séu hagsmunir þessara stétta sameiginlegir. Rótin að þessum viðræðum sé stytting vinnuvikunnar úr 40 tímum niður í 36 eða 32. Fram kemur að flókið hafi reynst að stytta vaktir.

„Styttingin hefur gengið svolítið erfiðlega hjá þessum stéttum. Þær þurfa að vera með mönnun allan
sólarhringinn. Útfærslan hefur gengið illa af því að það hefur reynst erfitt að fylla mönnunargatið,“ er haft eftir Fjölni.

Nánar hér.

Til baka