Fréttir

Opið fyrir umsóknir um nám í lögreglufræðum

1 mar. 2022

Opnað var fyrir umsóknir um nám í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn þann 14. febrúar síðastliðinn. Hægt er að sækja um til og með 31. mars. Sótt er um á heimasíðu Háskólans á Akureyri en til þess er hægt að smella hér.

Almenn krafa er um að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Uppfylli umsækjandi almenn inntökuskilyrði fyrir háskólavist mun hann, innan nokkurra daga, fá send skilaboð í umsóknargátt sína. Skilaboðin innihalda m.a. hlekk þar sem haldið er áfram með umsóknina. Þessi síðari hluti umsóknarferilsins fer fram  í gegnum rafræna gátt inni á island.is með rafrænum skilríkjum.

Vakin skal athygli á að umsókn er ekki fullgild nema umsækjandi klári báða ferlana og það sé gert innan auglýsts umsóknarfrests. Því er óhætt að skora á þá sem hyggja á nám að bíða ekki með það fram á síðustu stundu.

Hér má sjá handbók fyrir inntöku handbók fyrir inntöku haustið 2022.

Til baka