Hátíðahöld og kaffi 1. maí
28 apr. 2022
Landssamband lögrelgumanna hvetur félagsmenn sína til þess að taka þátt í kröfugöngu og dagskrá stéttarfélagana á baráttudegi verkalýðsins, þann 1.maí. Dagurinn er á sunnudag.
Að göngunni lokinni verður boðið upp á kaffi í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89.
Lögreglumenn verða ekki með sinn eiginn fána í göngunni heldur ganga undir fána BSRB.