Fréttir

Fundir formanns LL á Norðausturlandi og Vestfjörðum

14 okt. 2022

Fundir formanns LL með stjórnum svæðisbundinna deilda halda áfram. Í síðustu viku funduðu formaður LL og framkvæmdastjóri með stjórn deildar og félagsmönnum á Norðausturlandi og var sá fundur haldinn á Akureyri. Þá var jafnframt fundað með stjórn og félagsmönnum Lögreglufélags Vestfjarða í gær 13. október. Fundir eru vel sóttir og mikilvægir enda hefur meginefni þeirra verið umræða um málefni kjarasamnings, styttingar vinnuvikunnar, stofnanasamnings og starfsumhverfismál. Ljóst er að umræðan, hugmyndir og upplýsingar sem félagsmenn hafa fram að færa munu gagnast forystu LL í komandi vinnu. Næsti fundur formanns er fyrirhugaður með svæðisdeildinni í Vestmannaeyjum og hluta félagsmanna á Suðurlandi 28. október n.k. Fundir formanns LL með stjórnum annarra svæðisdeilda og félagsmönnum eru svo jafnframt fyrirhugaðir. Fyrir þá félagsmenn sem missa af fundum er einnig í skoðun að bjóða upp á aukafund á fjarfundi í vetur.

Til baka