Fréttir

Rafrænt fréttabréf – breytingar á útgáfu

20 jan. 2023

Félagsmenn í Landssambandi lögreglumanna fengu í dag rafrænt fréttabréf Lögreglumannsins sent í tölvupósti.

Breyting hefur verið gerð á útgáfumálum LL. Hér eftir mun Lögreglumaðurinn aðeins verða gefinn út í prentaðri útgáfu að hausti. Þess á milli munu rafræn fréttabréf sem þetta verða send félagsmönnum í tölvupósti. Þetta fyrirkomulag gefur félaginu færi á tíðari útgáfu fréttabréfa og um leið á aukinni þjónustu við félagsmenn. Að auki gefst með þessu móti möguleiki á að senda félagsmönnum fréttir sem ekki eiga erindi í opinbera birtingu.

Efni fréttabréfins:

  1. Staðan í kjaramálum
  2. Skoðanakönnun LL og Vörðu
  3. Fjallað um stofnanasamning
  4. Málefni lífeyrisþegadeildar
  5. Reglugerð um rafvarnarvopn

Hafið samband við ll@logreglumenn.is ef fréttabréfið hefur ekki borist ykkur í tölvupósti. Þá gæti þurft að uppfæra upplýsingar um netfang. Athugið áður hvort sendingin hafi ratað í möppu fyrir ruslpóst.

Til baka