Frestun á niðurfellingu orlofsdaga um eitt ár
21 mar. 2023
Fljótlega eftir gerð síðustu kjarasamninga breyttust aðstæður á vinnumarkaði vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og ein af birtingarmyndum þess var óhóflegt álag á starfsfólk, undirmönnun stofnana og mun minna svigrúm fyrir fólk til þess að fara í orlof og vinna á uppsöfnuðu orlofi. Af þeim sökum hafa mörg ekki náð að vinna upp sitt uppsafnaða orlof á sl. þremur árum og einhver hafa jafnvel safnað upp enn fleiri orlofsdögum.
Með hliðsjón af framangreindu hefur verið tekin ákvörðun, í samráði við opinbera atvinnurekendur, að fresta niðurfellingu orlofsdaga. Ákvæði kjarasamnings lögreglumanna sem hér um ræðir er grein 4.6.5. Í tilfelli starfsfólks ríkisins og þ.m. lögreglumanna hefur niðurfellingu orlofsdaga verið frestað til 30. apríl 2024.