Fréttir

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi

5 apr. 2023

Frá kjörstjórn LL 
Búið er að opna fyrir atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings. Atkvæðagreiðslan stendur fram til fimmtudagsins í næstu viku, 13. apríl og lýkur henni klukkan 16 þann dag. Kjörstjórn hefur þegar fjallað um og samþykkt kjörskrá og mun atkvæðagreiðsla verða rafræn. Fer hún fram á mínum síðum á vefnum logreglumenn.is. 
Til að taka þátt í atkvæðagreiðslu þarf félagsmaður að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og verður þar aðgengi að tengli til þess að greiða atkvæði. Þá er samkomulagið sem kosið er um, svo og einnig kynningarefni, nú þegar aðgengilegt inni á skráarsvæði á mínum síðum.

Til baka