Fréttir

Lokadagur atkvæðagreiðslu og umsókna um orlofshús sumarið 2023

13 apr. 2023

Kosningu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Landssambands lögreglumanna hins vegar, lýkur kl. 16 í dag. Í kjölfarið mun kjörstjórn LL funda og ættu niðurstöður atkvæðagreiðslu að liggja fyrir og verða birtar að loknum fundi kjörstjórnar. Lögreglumenn geta kosið á mínum síðum á www.logreglumenn.is og innskráning er með rafrænum skilríkjum.
Þá er einnig vakin athygli á því að umsóknarfrestur um orlofshús vegna sumartímabils 2023 rennur út í dag 13. apríl en rétt þótti að framlenga frestinn um nokkra daga þar sem áður útgefinn frestur lá inni í páskahelginni. Niðurstöður úthlutunar ættu að liggja fyrir á morgun föstudag 14. apríl. Félagar í LL geta því enn sótt um orlofshús en lokað verur fyrir umsóknir á miðnætti.

Til baka