Formannaráðstefna LL föstudaginn 5. maí – Skifstofan lokuð
4 maí. 2023
Formannaráðstefna Landssambands lögreglumanna fer fram föstudaginn 5. maí og verður skrifstofa félagsins því lokuð þann dag. Unnt er að senda erindi með tölvupósti á ll@logreglumenn.is en fylgst verður með erindum sem berast með þeim hætti þann dag. Sæti á formannaráðstefnu eiga formenn deilda, staðar-, áhuga- og fagfélaga eða fulltrúar þeirra auk stjórnar LL og starfsmanna þess. Á formannaráðstefnu er lögð fram skýrsla stjórnar LL og endurskoðaðir reikningar liðins árs til kynningar, auk þess sem fjallað er um önnur mál.