Fréttir

Opnunartími skrifstofu í sumar

19 jún. 2023

Athygli félaga í LL er vakin á því að almennur opnunartími skrifstofu er alla virka daga frá klukkan 09-12 og 13-15. Líkt og undanfarin ár verður skrifstofu félagsins lokað um einhvern tíma í júlímánuði vegna sumarleyfa en upplýsingar um sumarlokun skrifstofu verða sendar út þegar nær dregur. Þá er alltaf hægt að senda félaginu erindi með tölvupósti á ll@logreglumenn.is. Yfir hásumarið er starfsemi sjóða og nefnda LL í lágmarki en þrátt fyrir það geta félagar í LL ætíð sótt um styrki, keypt og greitt ferðaávísanir, bókað orlofskosti o.fl. þegar þeim hentar á mínum síðum á heimasíðu félagsins logreglumenn.is. Innskráning er með rafrænum skiríkjum.

Til baka