Fréttir

Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu – Átak Vinnueftirlitsins

13 nóv. 2023

Vinnueftirlitið boðar aðgerðavakningu undir yfirskriftinni Tökum höndum saman eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Markmiðið er að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.

Nánari upplýsingar um aðgerðavakninguna má nálgast á heimasíðu Vinnueftirlitsins Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu – Vinnueftirlitið (vinnueftirlitid.is)

 

Til baka