Tilkynning frá kjörstjórn – Framboð og framboðsfrestur til formanns LL
19 jan. 2024
Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna (LL) óskar eftir áhugasömum lögreglumönnum til að bjóða sig fram til formanns LL fyrir árin 2024-2027
Samkvæmt lögum LL skal skila framboðum fyrir 15. febrúar en kosningu formanns skal vera lokið fyrir lok mars. Þing LL verður haldið í apríl en nánari dagsetningar liggja ekki fyrir.
Áhugasamir skili framboðum með bréfi eða tölvupósti til kjörstjórnar.
Þess skal getið að núverandi formaður, Fjölnir Sæmundsson, gefur kost á sér til áframhaldandi setu.
Fyrir hönd kjörstjórnar
Magnús Jónasson
Gylfi Þór Gíslason
Guðrún Rósa Ísberg Jónsdóttir