Fréttir

Umsóknir um orlofshús vegna dymbilviku, páska og aprílmánaðar

24 jan. 2024

Athygli félaga í LL er vakin á því að dagana 31. janúar til og með 14. febrúar n.k. verður unnt að sækja um orlofshús félagsins vegna páska, þ.e. hér er um að ræða dvöl í orlofshúsi í dymbilviku og um páskahelgina, dagana 25. mars til og með 1. apríl. Upplýsingar um úthlutun ættu að liggja fyrir um og upp úr miðjum febrúar.

Vegna tímabilsins eftir páska og fyrir sumarorlofstímann, þ.e. dagana 2. apríl til og með 2. maí verður opnað fyrir umsóknir 1. febrúar n.k. kl. 08.

Til baka