Bókanir orlofshúsa LL sumarið 2024
12 apr. 2024
Skrifstofa félagsins minnir félaga í LL á að opnað verður fyrir bókanir á orlofshúsum félagsins fyrir sumartímabil 2024 næstkomandi mánudag 15. apríl kl. 09 árdegis. Það gildir fyrir þá LL-félaga sem eru með 150 punkta eða fleiri og gildir hér regla um fyrstur kemur fyrstur fær. Greiða þarf við bókun. Ekki er þörf á að bóka heila viku heldur er heimilt að bóka skemmri dvöl, þó ekki minna en 2 nætur.
Viku seinna eða mánudaginn 22. apríl kl. 09 verður opnað fyrir þá sem eru með 100-149 punkta og gilda þar sömu reglur og áður er um getið. Mánudaginn 29. apríl kl. 09 verður svo opnað fyrir bókanir allra LL-félaga.
Sótt er um á orlofsvef félagsins og innskráning er með rafrænum skilríkjum.