Fréttir

Til hamingju með 1. maí baráttudag launafólks – STERK HREYFING STERKT SAMFÉLAG

1 maí. 2024

1. maí, einnig kallaður verkalýðsdagurinn, er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Í ár eru 101 ár síðan fyrsta 1. maí kröfugangan var gengin. Á þessum degi fögnum við því sem áunnist hefur í réttindabaráttu verkalýðs í gegnum tíðina og leggjum áherslur á nýjar og breyttar kröfur í þágu verkafólks.

Stéttarfélögin og bandalög þeirra á opinberum og almennum vinnumarkaði standa sameininlega að hátíðarhöldum um land allt 1. maí. Yfirskrift á baráttudegi launafólks 1. maí í ár er STERK HREYFING – STERKT SAMFÉLAG.

Landssamband lögreglumanna hvetur allt félagsfólk til þátttöku. Í Reykjavík verður safnast saman á Skólavörðuholti. Gangan hefst klukkan 13.30 og verður gengið niður Skólavörðustíg, Bankastræti og vestur Austurstræti inn á Ingólfstorg þar sem hátíðardagskrá fer fram. Eftir að dagskrá lýkur á Ingólfstorgi verða kaffiveitingar í boði í BSRB-húsinu á Grettisgötu 89. Kvennakór Reykjavíkur annast veitingar og er allt félagsfólk velkomið.

Um dagskrá dagsins víðsvegar um land má sjá nánar á vefslóðinni https://www.bsrb.is/is/frettir/frettasafn/1-mai
Jafnframt á slóðinni https://www.1mai.is/
Einnig má nálgast upplýsingar á viðburðarsíðu stéttarfélaganna nánar hér https://www.facebook.com/1.maiislandi

Félagar í Landssambandi lögreglumanna eru hvattir til að taka þátt í baráttufundum dagsins.

Til baka