Fréttir

Staðan í kjarasamningsviðræðum

30 maí. 2024

Landssamband lögreglumanna (LL) hefur nú um nokkurn tíma átt í kjarasamningsviðræðum við samninganefnd ríkisins. Eru væntingar um að þær viðræður muni fljótlega leiða til þess að drög að nýjum kjarasamningi verði tilbúin til umfjöllunar og kynningar gagnvart lögreglumönnum og félögum í LL. Hefur verið fundað nokkuð stíft undanfarið og næsti fundur á dagskrá föstudaginn 31. maí.

Félagar í LL eru hvattir til að kynna sér nánar gang mála í nýjustu rafrænu útgáfu Lögreglumannsins sem send var með tölvupósti á dögunum en þar er í pistli formanns m.a. fjallað um stöðuna í kjarasamningsviðræðum o.fl.

Til baka