Fréttir

Opnað fyrir bókanir orlofshúsa á hausttímabili og á Eiðum vegna júlí til og með september

7 jún. 2024

Athygli LL-félaga er vakin á því að búið er að opna fyrir bókanir á hausttímabil í orlofshús félagsins sem spannar september til og með 29. nóvember n.k.
Þá hefur einnig verið opnað á bókanir í sumarhús félagsins á Eiðum á Austurlandi vegna júlí, ágúst og septembermánaðar. Framkvæmdir við hitaveitu á svæðinu og endurbætur í og við húsið hafa gengið vel og verður búið að ljúka framkvæmdum og setja heitan pott við orlofshúsið á Eiðum þegar júlímánuður gengur í garð.

Til baka