Fréttir

Kvennaverkfall – sýnum samstöðu

23 okt. 2025

Boðað hefur verið til kvennaverkfalls í tilefni Kvennaárs 2025 en 24. október verða liðin slétt 50 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn, eins og konur gerðu árið 1975.

Kraftmikil dagskrá verður um land. Sjá dagskrá.

Landssamband lögreglumanna skorar á öll að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir raunverulegu jafnrétti. Sýnum konum og kvárum samstöðu og stuðning í verki á þessum mikilvæga degi.

LL hefur sent tölvupóst á lögreglustjóra landsins þar sem skorað er á þá að gera sem flestum konum klefit að taka þátt í deginum.

Búist er við að verkfallið hafi víðtæk áhrif víða um land.

Til baka