Opnunartími skrifstofu um jól og áramót
19 des. 2025
Í tengslum við komandi jól og áramót verður skrifstofa Landssambands lögreglumanna opin mánudaginn 22. desember, mánudaginn 29. desember og þriðjudaginn 30. desember n.k. Skrifstofan er lokuð á Þorláksmessu þriðjudaginn 23. desember og föstudaginn 2. janúar 2026 en þá tvo daga er BSRB-húsið jafnframt lokað. Skrifstofan opnar svo aftur á nýju ári mánudaginn 5. janúar kl. 09.
Almennur opnunartími skrifstofu Landssambands lögreglumanna er mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 09-15 og föstudaga milli klukkan 09-13.
Utan opnunartíma geta LL-félagar sent erindi á vefpóstfangið ll@logreglumenn.is en fylgst er með erindum og brugðist við eftir atvikum.