Jóla- og áramótastyrkur LL 2025 veittur Berginu headspace
29 des. 2025
Stjón Landssambands lögreglumanna ákvað á fundi nú í desember að veita jóla- og áramótastyrk ársins 2025 til Bergsins Headspace.
Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á ókeypis lágþröskuldaþjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu. Þar geta ungmenni fengið stuðning í öruggu og hlýju umhverfi, hvort sem þau eru að glíma við vanlíðan, erfiðleika eða einfaldlega þurfa einhvern til að tala við.