Fréttir

Lögreglumaðurinn kominn út

13 apr. 2022

Nýtt tölublað Lögreglumannsins hefur verið borið út til félagsmanna. Efnistök í blaðinu eru af ýmsum toga. Þar er meðal annars áhugavert viðtal við Hólmstein Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra LL, lærð grein eftir Runólf Þórhallsson um stjórnskipulag lögreglu og áhugavert viðtal við tvær ungar konur sem skrifuðu lokaritgerð um samskipti lögreglu við fólk með geðraskanir.

Í blaðinu er auk þess pistill formanns, aðsend grein um lögreglumann sem varð fyrir einelti, grein um stórsókn í menntamálum, greinar um orlofsmál og kynning á nýjug í Ferðaávísun. Loks er að finna greinar um íþróttir lögreglumanna, venju samkvæmt.

Athugið að þeir sem hafa áhuga á að skrifa grein í Lögreglumanninn, eða hafa hugmyndir um skemmtileg http://Lögreglumaðurinn 1. tbl. 2022viðtalsefni eða viðfangsefni, geta haft samband við ritstjóra, Baldur Guðmundsson, með því að senda póst á netfangið baldur@ordaval.is.

Blaðið má lesa hér.

Til baka