Fréttir

Flugumferðarstjórar undirbúa verkfallsboðun

23 feb. 2010

Á aðalfundi Félags Íslenskra flugumferðarstjóra, sem haldinn var í gærkvöldi (22. febrúar) var einróma samþykkt að félagið færi strax í að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun.  Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir undir lok þessarar viku.

 

Þar með bætast flugumferðarstjórar í hóp félaga flugmanna og flugvirkja, sem áður höfðu boðað verkföll, hvort í sínu lagi.  Í kjölfar þeirra verkfallsboðana var gengið frá kjarasamningum við bæði félögin.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála í kjarasamningsviðræðum flugumferðarstjóra sér í lagi í ljósi ályktunar stjórnar LL frá 17. febrúar s.l, sem lesa má hér.

Til baka