Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna
ÞANN 15. JÚLÍ 2018 TÓKU GILDI NÝ LÖG UM PERSÓNUVERND Á ÍSLANDI EN ÞESSI NÝJU LÖG ERU BYGGÐ Á NÝJUM REGLUM EVRÓPUSAMBANDSINS UM PERSÓNUVERND.
FRÁ OG MEÐ GILDISTÖKU ÞESSARA NÝJU LAGA MUN EKKI VERÐA TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM UM STYRKI Í SJÓÐI LL ÁN FORMLEGA ÚTFYLLTS EYÐUBLAÐS VEGNA STYRKBEIÐNARINNAR. JAFNFRAMT ER LÖGÐ Á ÞAÐ ÁHERSLA AÐ EYÐUBLÖÐIN SÉU AÐ FULLU OG RÉTTILEGA FYLLT ÚT OG UNDIRRITUÐ AF UMSÆKJANDA.
NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ÞESSI NÝJU PERSÓNUVERNDARLÖG ER AÐ FINNA Á VEF PERSÓNUVERNDAR.
Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna starfar með því skipulagi og markmiði sem nánar er kveðið á um í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Landssambands lögreglumanna hins vegar.
Hlutverk sjóðsins og meginmarkmið hans er að styðja við sí- og endurmenntun lögreglumanna með því að veita styrki til lögreglumanna á landsbyggðinni sem stunda framhaldsnám hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar eða sækja fræðslu- og þjálfunarnámskeið að beiðni lögreglustjóra og þurfa að búa fjarri heimilum sínum.
Stjórn sjóðsins 2016 – 2018 skipa:
Ragnar Svanur Þórðarson, fulltrúi LL
Kári Erlingsson, fulltrúi LL
Halla Bergþóra Björnsdóttir, fulltrúi Lögreglustjórafélagsins og
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins
Varamenn LL í stjórn eru:
Skúli Berg
Guðmundur Fylkisson