Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna

Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna starfar með því skipulagi og markmiði sem nánar er kveðið á um í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Landssambands lögreglumanna hins vegar. Vinnuveitandi greiðir sérstakt gjald í sjóðinn sem nemur 0,4% af heildarlaunum félaga í LL. Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um sjóðinn.

Hlutverk sjóðsins og meginmarkmið hans er að styðja við sí- og endurmenntun lögreglumanna með því að veita styrki til lögreglumanna á landsbyggðinni sem stunda framhaldsnám hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar eða sækja fræðslu- og þjálfunarnámskeið að beiðni lögreglustjóra og þurfa að búa fjarri heimilum sínum.

Stjórn sjóðsins skipa:

Ragnar Svanur Þórðarson, fulltrúi LL
Kári Erlingsson, fulltrúi LL og formaður stjórnar sjóðsins

Halla Bergþóra Björnsdóttir, fulltrúi Lögreglustjórafélagsins
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins

Stjórn sjóðsins fundar að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum á ári. Fastir fundir eru í júní og desember og aðrir fundir í mars og september eftir atvikum.

Varamenn LL í stjórn eru:
Skúli Berg
Guðmundur Fylkisson

Umsóknareyðublað

Reglur sjóðsins (tóku gildi 22. des. 2022)

Athugið að þann 15. júlí 2018 tóku gildi ný lög um persónuvernd á Íslandi. Ekki verður hér eftir tekið við umsóknum um styrki í sjóði án formlega útfyllts eyðublaðs vegna styrkbeiðnarinnar. Nánari upplýsingar um persónuverndarlögin er að finna á vef Persónuverndar.

Til baka