Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna

Fræðslu- og starfsþróunarsjóður lögreglumanna starfar með því skipulagi og markmiði sem nánar er kveðið á um í kjarasamningi milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og Landssambands lögreglumanna hins vegar.

Hlutverk sjóðsins og meginmarkmið hans er að styðja við sí- og endurmenntun lögreglumanna með því að veita styrki til lögreglumanna á landsbyggðinni sem stunda framhaldsnám hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar eða sækja fræðslu- og þjálfunarnámskeið að beiðni lögreglustjóra og þurfa að búa fjarri heimilum sínum.

Stjórn sjóðsins 2016 – 2018 skipa:

Ragnar Svanur Þórðarson, fulltrúi LL
Kári Erlingsson, fulltrúi LL

Halla Bergþóra Björnsdóttir, fulltrúi Lögreglustjórafélagsins og
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, fulltrúi dómsmálaráðuneytisins

Varamenn LL í stjórn eru:
Skúli Berg
Guðmundur Fylkisson

Umsóknareyðublað

Reglur sjóðsins (taka gildi 22. des. 2022)

Athugið að þann 15. júlí 2018 tóku gildi ný lög um persónuvernd á Íslandi. Ekki verður hér eftir tekið við umsóknum um styrki í sjóði án formlega útfyllts eyðublaðs vegna styrkbeiðnarinnar. Nánari upplýsingar um persónuverndarlögin er að finna á vef Persónuverndar.

Til baka