Starfsreglur STALL

Starfsreglur
Starfsmenntunarsjóðs
Landssambands lögreglumanna STALL
(í gildi frá 1. janúar 2024
)

1. Tilgangur STALL og réttur félagsmanna til úthlutunar úr sjóðnum

a) Almennt. Starfsmenntunarsjóður Landssambands lögreglumanna, STALL, byggist á samkomulagi milli fjármálaráðuneytis og Landssambandsins dagsettu 24. nóvember 1992. Framlag til sjóðsins er hlutfall af heildarlaunum félagsmanna, greitt úr ríkissjóði. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að bættri verkkunnáttu og aukinni hæfni lögreglumanna í starfi með styrkjum vegna kostnaðar við slíka menntun. Þá hefur sjóðurinn það markmið að sýna frumkvæði að aukinni almennri starfstengdri menntun til starfsstéttarinnar.b) Réttur til styrks úr sjóðnum. Styrkhæfir eru starfandi lögreglumenn félagar í LL. Heimilt er að veita styrki úr sjóðnum í samstarfsverkefni við aðra.  Sjóðfélagar þurfa að hafa verið a.m.k. 12 mánuði samfellt í sjóðnum þegar sótt er um styrk til þess að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum. Ekki er hægt að stofna til skuldbindingar fyrr en styrkhæfni er náð.

Í veikindum njóta sjóðfélagar réttinda í STALL á greiðslutímabili sjúkradagpeninga frá Styrktar- og sjúkrasjóði LL.

c) Launalaust leyfi. Sjóðfélagi í launalausu á ekki rétt til úthlutunar meðan á leyfi stendur en hefur fullan rétt frá fyrsta degi aftur í starfi.

d) Hlutastarf.  Sjóðsfélagi í hlutastarfi á rétt til úthlutunar í samræmi við starfshlutfall.  Héraðslögreglumenn eiga rétt á 20% styrk eftir 12 mánuði í starfi.

e) Í fæðingarorlofi. Sjóðfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi samkvæmt lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, enda hafi verið greitt jafnaðarframlag til sjóðsins vegna þeirra úr Fæðingarorlofssjóði.

f) Atvinnuleysi.  Sjóðsfélagar sem orðið hafa atvinnulausir og skráðir eru hjá atvinnuleysistryggingarsjóði og greiða félagsgjöld til LL,  geta sótt um og fengið styrk úr sjóðnum.

2. Fundir STALL

Stjórn sjóðsins heldur að jafnaði fundi annan mánudag hvers mánaðar þar sem fjallað er um umsóknir sem borist hafa fyrir þann tíma. Stjórn og varastjórn situr að öllu jöfnu saman alla fundi og skal stjórnin halda fundagerð.

3. Ferill umsókna

Umsóknum skal skilað á vef Landssambandsins www.logreglumenn.is Umsækjendur er hvattir til þess að vanda frágang umsókna og tilgreina m.a. nákvæmlega styrksupphæð, lengd náms og til hvers þeir ætla að verja styrkfé. Ófullkomin eða rangt útfyllt umsókn veldur töfum á afgreiðslu. Einungis skal sækja um eitt námskeið á hverri umsókn.

4. Styrkhæf verkefni

Styrkhæfur er kostnaður umsækjanda við nám, námskeið, námsstefnur, ráðstefnur, málþing, starfsnám eða annað það sem hefur í för með sér sambærilega þekkingaröflun til aukningar starfshæfni umsækjanda og tengja má starfi umsækjandans.  Áhersla er lögð á að umsækjandi sé að bæta menntun sína að eigin frumkvæði og að sú menntun tengist eða geti nýst honum í starfi hans.  Hægt er að sækja um styrk vegna verkefna innanlands sem utan.  Þá er og heimilt að veita styrki til námskeiða eða lengra náms þótt það tengist ekki störfum lögreglunnar beint en slíkir styrkir eru að jafnaði lægri.

a) Styrkhæft innanlands

  • námskeiðs- og ráðstefnugjöld
  • lífsleikni
  • hótel- og gistikostnaður
  • ferðakostnaður (flugfargjald eða aksturskostnað)
  • fjarnámssetur í heimabyggð

Heimilt er að veita styrk til ferða og gistikostnaðar innanlands vegna námskeiðs sem sjóðurinn hefur styrkt ef umsækjandi þarf að ferðast meira en 40 km á námskeiðsstað.  Styrkur vegna ferðakostnaðar miðast við tvær ferðir, báðar leiðir og er greitt 30 kr. fyrir hvern ekinn km, þó aldrei hærra en kr. 30.000 í hvort skipti
Sé flogið á námskeiðsstað er greitt allt að 75% af almennu flugfargjaldi fram og til baka í tvö skipti, þó aldrei hærra en kr. 30.000 í hvort skipti
Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eiga rétt á ferðastyrk vegna náms og námskeiða sem þeir sækja utan höfuðborgarsvæðisins.
Styrkur vegna gistikostnaðar er að hámarki 30.000 krónur.
Ferða og gistikostnaður miðast við einn styrk á hverja önn (jan-jún) og (júl-des)
Staðfesting á mætingu þarf að berast stjórn STALL svo styrkur sé greiddur út.
Nóta á nafni og/eða kennitölu félagsmanns þarf að fylgja með umsóknum um styrki vegna ferða og gistikostnaðar

b) Styrkhæft erlendis

  • námskeiðs- og ráðstefnugjald
  • hótel- og gistikostnaður
  • ferðakostnaður svo sem flug- og lestarfargjöld
  • Styrki vegna ferða erlendis er ekki hægt að fá tvö ár í röðc) Styrkur til LL og svæðadeilda

Ennfremur getur sjóðurinn veitt styrk til Landssambandsins og svæðadeilda þess vegna t.d. námsstefnu eða ráðstefnuhalds  og skal styrkurinn þá vera vegna kostnaðar við fyrirlesara, húsnæðis til ráðstefnuhaldsins, uppihalds og ferðakostnaðar fyrirlesara.

5. Ekki styrkhæft

a) Nám eða námskeið á vegum eða í tengslum við Menntasetur lögreglu svo og útskriftarferðir í framhaldi af námi eða námskeiði.b) Nám á vegum lögregluembætta, nema í sérstökum tilfellum, þar sem LL, aðildardeildir LL, eða STALL koma að námskeiðunum á einhvern hátt.

c) Nám erlendis, sem hægt er að stunda hérlendis.  Sjóðurinn hefur þó heimild til að styrkja nám erlendis að sömu upphæð og sambærilegt nám kostar hérlendis.

d) Sjóðurinn greiðir ekki:
– uppihald (fæðiskostnað) og ferðir innan borga erlendis
– launatap
– dagpeningagreiðslur
– bóka- og tölvukaup

6. Styrkfjárhæðir

Sjóðstjórn ákveður í janúar ár hvert hámarksstyrk til sjóðsfélaga sem getur þó ekki verið hærri en kr.200.000, þó á þetta ekki við um sérhæft lögreglunám.- Úthlutunarárið er almanaksárið. Styrkur vegna ferðakostnaður innanlands leggst ofan á styrkfjárhæðina og skerðir ekki rétt sjóðsfélaga til hámarksstyrks. Ekki eru greiddir hærri styrkir en sem nemur þeim kostnaði sem umsækjandi hefur þurft að bera sjálfur.
Sjóðstjórn ákveður í janúar ár hvert hámarksstyrk vegna umsókna LL og/eða svæðisdeilda, til námskeiðs eða ráðstefnuhalds. Við ákvörðun stjórnar um hámarksstyrk hverju sinni skal taka miða af stöðu sjóðsins um áramótin á undan og ásóknar í sjóðinn árið á undan.

Stjórn STALL hefur ákveðið að umsækjandi beri ávallt að lágmarki 10% kostnað af hverri styrkveitingu/af hverjum styrk.

Hámarksstyrkir eru sem hér segir:

Innanlands

  • Vegna náms og námskeiða kr. 200.000.
  • Lífsleikni, námskeið án beinnar tengingar við starf kr. 40.000.
  • Námskeið til starfsréttinda, án beinnar tengingar við starf kr. 90.000
  • Grunnnám, diplóma,BA og meistaranám á háskólastigi á Íslandi telst ekki sem sérhæft lögreglunám.

Utanlands

  • Vegna náms og námskeiða kr. 200.000.- Dagskrá skal hafa borist fyrir afgreiðslu.
    Dagskrá þarf að fylgja til að umsókn sé tekin fyrir á fundi, ekki er nóg að staðfesting á námi eða námskeiði fylgi umsókn.
  • Þegar um styttri dagskrá er að ræða, 4 daga eða minna, er hámarksstyrkur 150.000 krónur. Dagskrá þarf að vera að lágmarki í einn dag, eða sem samsvarar 8 klukkutíma námi.
  • Vegna ráðstefna kr. 60.000.
  • Vegna ferða erlendis er aðeins hægt að fá styrk annað hvert ár nema um sé að ræða sérhæft lögreglunám
  • Sjóðsstjórn er þó heimilt að veita styrki allt að kr. 400.000 vegna sérhæfðs lögreglunáms við erlenda lögregluskóla eða stofnanir tengdar lögreglu sem hafa með að gera sérnám fyrir lögreglumenn.
  • Vegna sérhæfðs lögreglunáms erlendis þarf umsækjandi ekki að bera 10% lágmarks kostnað

Námskeið/ráðstefnur LL og/eða svæðadeilda.

  • Hámarksstyrkur er allt að kr. 400.000.-
    LL og/eða svæðisdeildir bera ekki 10% lágmarks kostnað.

Óheimilt er að veita sjóðsfélaga styrk vegna námskeiðs/ráðstefnu sem STALL hefur styrkt.

7. Greiðslur úr sjóðnum

Skil á gögnum til sjóðsins.

Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði t.d. með því að leggja fram frumrit reikninga eða önnur gögn sem stjórnin telur fullnægjandi.

a) Fyrning umsókna.  Sé úthlutaður styrkur ekki sóttur innan sex mánaða frá veitingu styrksins er litið svo á að umsækjandi hafi hætt við að óska eftir styrk og fellur þá loforð um styrkveitingu niður. Heimilt er að sækja aftur um styrk hafi hann verið felldur niður, en þá skal senda inn nýja umsókn.

b) Sækja skal um styrk áður eða á meðan á námi stendur. Berist umsókn meira en sex mánuðum eftir að námi, námskeiði eða önn lauk fæst hún ekki afgreidd.

c) Hlutfallsleg skerðing. Umsækjandi sem hlotið hefur styrk úr sjóðnum á árinu getur að hámarki hlotið styrk er nemur ónotuðu hlutfalli af hámarksupphæð, sbr. 5. grein.

d) Tvígreiðsla eða ofgreiðsla styrks.  Komi í ljós að styrkþegi hefur hlotið styrk annarsstaðar frá vegna náms sem STALL hefur styrkt, án þess að þess sé getið í umsókn til STALL getur styrkþeginn verið krafinn endurgreiðslu á úthlutuðum styrk, eða útilokaður til þess að hljóta styrk úr sjóðnum næstu þrjú ár á eftir.

e) Ef margar umsóknir berast um sama námskeiðið hjá sama aðila áskilur stjórn STALL sér rétt til þess að semja um eina greiðslu fyrir allan hópinn, ef svo ber undir, án þess þó að skerða réttindi umsækjenda.

f) Upplýsingar til skattyfirvalda. Í byrjun hvers árs eru sendar upplýsingar til skattyfirvalda þar sem gerð er grein fyrir styrkþegum og styrkupphæðum síðastliðins árs. Tilkynning er einnig send til hlutaðeigandi styrkþega, ásamt leiðbeiningum um meðferð styrksins á skattframtalseyðublaði.

g) STALL getur sótt um endurgreiðslu á ferða og uppihaldskostnaði vegna náms/námsskeiða erlendis til Fræðslu og starfsþróunarsjóðs LL.

8. Breytingar á starfsreglum

a) Stjórn STALL gerir tillögur að breytingum á starfsreglum.  Breytingar á starfsreglum skulu bornar undir stjórn LL til samþykkis.

b) Sjóðsstjórn er óheimilt að víkja frá starfsreglum sjóðsins.

c) Ákvarðanir sjóðstjórnar eru endanlegar.  Umsækjandi getur krafist skriflegs rökstuðnings vegna synjunar

9. Önnur ákvæði

Reglur þessar öðlast gildi þegar stjórn LL hefur samþykkt þær, að fengnum tillögum frá stjórn STALL og koma í stað úthlutunarreglna sem samþykktar voru á fundum stjórnar STALL hinn 26. janúar 1993, með breytingum frá 19. apríl 1994, 28. apríl 1994, 30. október 1995, 23. febrúar 1998, 13. september 1999, 11. desember 2000, 10. september 2001, stjórnar LL  15. október 2002, 14. desember 2004 (ATH.með breytingum 1. janúar 2006), 28. janúar 2009, 1. febrúar 2010, 19. janúar 2011, 11. janúar 2012, 21. janúar 2013, 12. janúar 2015, 9. janúar 2017, 8. janúar 2018,14.janúar 2019  9.desember 2019. 13. janúar 2020, 10.janúar 2021, 9. janúar 2022, 9. janúar 2023 og 15. janúar 2024.

 

Til baka