Fréttir

Hver eru launin í lögreglu?

18 mar. 2010

Í fjölmiðlum, undanfarnar vikur, hefur talsvert verið fjallað um kjaradeilu lögreglumanna og laun í lögreglu.  Í tilefni af þessari umræðu væri ekki úr vegi að skoða það hver grunnlaunin í lögreglu eru í raun. 

 

Hér er ekki að finna upplýsingar um heildarlaun, sem geta verið æði misjöfn en þau samanstanda m.a. af grunnlaunum, vaktaálagi (þar sem þess nýtur við), bakvaktaálagi þeirra sem standa bakvaktir og tilfallandi yfirvinnu, sem allt er greitt fyrir skv. ákvæðum kjarasamninga hverju sinni hjá lögreglumönnum, sem og öðrum starfsstéttum.

Hér fyrir neðan er að finna þessar upplýsingar, sem einnig má nálgast á hlekknum „Kjarasamningar“ hér til vinstri. 

Staða Grunnröðun 5 ára starfsr. 10 ára starfsr. 13 ára starfsr. 15 ára starfsr.
Afleysingamaður

158.813

Lögreglunemi

173.011

Lögreglumaður

201.502

224.947

235.179

 

262.039

Aðst.varðstj. / sérsveit

235.179

245.923

257.204

 

274.126

Varðstj. / ranns.lögrlm.

245.923

257.204

269.049

280.894

286.817

Aðalvarðstj. / lögr.ftr

269.049

275.268

287.705

300.143

Aðstoðaryfirlögr.þj.

415.838

Yfirlögregluþjónn

435.616

Aðstoðarlögreglustj.

638.012*

Aðstoðarríkislögr.stj

627.152*

 * Laun aðstoðarlögreglustjóra og aðstoðarríkislögreglustjóra eru sýnd hér sem næsta gildi í launatöflu LL þar sem þeim var raðað í launaflokka, af hálfu fjármálaráðuneytisins, áður en launatöflunni var breytt þ.a. hún næði yfir þau laun sem í raun eru greidd fyrir störfin.  Þá hafa þessar stöður ekki verið skilgreindar í stofnanasamningi og því ekki um hárnákvæmar tölur að ræða.

Þá er rétt að geta þess hér að laun Ríkislögreglustjóra og annarra lögreglustjóra eru ákvörðuð af kjararáði og eru þ.a.l. ekki sýnd hér, enda þeir sem gegna þessum stöðum ekki félagar í LL.

Að síðustu má geta þess að fullar atvinnuleysisbætur (grunnbætur) eru u.þ.b. 149.500,- kr. á mánuði og fullar tekjutengdar atvinnuleysisbætur u.þ.b. kr. 242.600,- kr. á mánuði en nánari upplýsingar um atvinnuleysisbætur má finna á vef Vinnumálastofnunar.

Til baka