Fréttir

Kjarasamningar

26 maí. 2008

 Kjarasamningar, launatöflur og annað


Rétt er að vekja athygli á þeirri staðreynd, sem fram kemur í 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda að kjarasamningar eru samningar um lágmarksréttindi:


„1. gr. [Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til.  Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.]“


Um kjarasamninga opinberra starfsmanna fer skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.


Einnig gilda um samningana lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, eftir því sem við á, sem og lög nr. 30/1987 um orlof (þar er t.d. að finna ákvæði í 12. gr. þess efnis að launþega er óheimilt að vinna fyrir launum í starfsgrein sinni eða skyldum störfum meðan hann er í orlofi).   


Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti ágætri heimasíðu – EKKERT SVINDL – þar sem er að finna ýmsan fróðleik um réttindi launafólks, kjarasamninga og gerð þeirra, aðild að stéttarfélögum, hlutverk og tilgang stéttarfélaga auk annars.  Upplýsingarnar á þessari síðu eru fróðlegur lestur en hafa verður í huga við þann lestur að launaumhverfi opinberra starfsmanna er í nokkru frábrugðið því sem viðgengst á almenna vinnumarkaðnum.


 

images/M_images/weblink.png Launatafla í gildi frá 1. júní 2018

images/M_images/weblink.png Launatafla í gildi frá 1. janúar 2017 (launaskriðstaflan) ásamt nýrri töflu frá 1. júní 2017. 

images/M_images/pdf_button.png Viðauki við stofnanasamning í kjölfar kjarasamnings í október 2015

images/M_images/pdf_button.png Framlenging á kjarasamningi LL og ríkis frá 28. október 2015

images/M_images/pdf_button.png Framlenging á kjarasamningi LL og ríkis frá 16. apríl 2014

images/M_images/pdf_button.png Samkomulag BSRB og ríkis um vinnu á framlengingartímabilinu

images/M_images/pdf_button.png Launatafla í gildi 1. júní 2017

images/M_images/pdf_button.png Gerðardómur 2011

images/M_images/pdf_button.png Viðauki við stofnanasamning í kjölfar gerðardóms 2011

images/M_images/pdf_button.png Breytingar 2011

alt Starfsheitaröðun skv. kjarasamningi 2005-2008

images/M_images/weblink.png Ferðakostnaður

images/M_images/pdf_button.png Framlengingarsamkomulag BSRB, sem gert var í júlí 2009

images/M_images/pdf_button.png Sameiginleg framkvæmdaáætlun ríkis og BSRB í tengslum við samninga 3.7.2009

images/M_images/pdf_button.png Vinnureglur um ávinnslu, töku og fyrningu helgidagafrís.  Samkomulag milli BSRB og FJR 3.7.2009

images/M_images/pdf_button.png Stofnanasamningur LL í gildi frá 2005

images/M_images/pdf_button.png Kjarasamningur, gildistími frá 1. maí 2005 til 31. október 2008

images/word_icon.gif Ráðningarsamningur

images/word_icon.gif Samkomulag Landssambands lögreglumanna, 30. apríl 2005

images/M_images/pdf_button.png Þrekkröfur vegna þrekálags

images/M_images/pdf_button.png Stofnanasamningur frá árinu 2001 (FALLINN ÚR GILDI)

 

Til frekari skýringa og uppfyllingar upplýsinga vegna ýmissa ákvæða kjarasamningsgreina opinberra starfsmanna hefur kjara- og mannauðsskrifstofa fjármálaráðuneytisins (KMR) gefið út ýmis dreifibréfi í áranna rás sem hægt er að nálgast á vef fjármálaráðuneytisins.

Nauðsynlegt getur verið og ekki síður fróðlegt, að kynna sér innihald þessara dreifibréfa þegar verið að velta fyrir sér þýðingu tiltekinn greina á ákvæða kjarasamninga.

 



Vinnuréttur


Upplýsingar um réttarheimildir kjarasamninga opinberra starfsmanna, friðarskylduákvæði sem og annað er varðar lagalega umgjörð kjarasamninga er að finna á Vinnuréttarvef BSRB.


Þá er einnig að finna viðlíka upplýsingar á Vinnuréttarvef BHM og ASÍ (fyrir almennan vinnumarkað en einnig almennar upplýsingar um kjarasamninga og gerð þeirra).


 


 

 

Samstarf heildarsamtaka á vinnumarkaði

 

 

Heildarsamtök aðila á vinnumarkaði (ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Samband sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samtök atvinnulífsins (SA)) hafa haft með sér, allt frá árinu 2013, formlegt SAmstarf um Launaupplýsingar og Efnahagsforsendur Kjarasamninga, svokallað SALEK samstarf en SALEK skammstöfun fyrir rauðlituðu stafina hér á undan.

 

Heildarsamtökin hafa staðið fyrir útgáfu skýrslna um efnahagsumhverfi og launaþróun ásamt því að hlutast til um skoðun, ásamt skýrslugerð, á samningsumhverfi á hinum Norðurlöndunum og hingaðkomu norsks sérfræðings í þessum efnum, Dr. Steinar Holden, til ráðgjafar vegna mögulegs framtíðarsamningalíkans fyrir íslenskar aðstæður.

 

Frekari upplýsingar um samstarf þetta, ásamt þeim skýrslum sem minnst er á hér að ofan má finna á vef Ríkissáttasemjara sem og vef ASÍ.

 


 

Eldri launatöflur

 

images/M_images/weblink.pngLaunatafla í gildi frá 1. maí 2015

images/M_images/pdf_button.png Launatafla í gildi frá 1. febrúar 2014

images/M_images/pdf_button.png Launatafla í gildi frá 1. mars 2013

images/M_images/pdf_button.png Launatafla, var í gildi frá 1. mars 2012

alt Launatafla varí gildi frá 1. október 2011

alt Launatafla, var í gildi frá 1. júní 2010

alt Launatafla, var í gildi frá 1. nóvember 2008

alt Launatafla, var í gildi frá 1. janúar 2008

alt Launatafla, var í gildi frá 1. maí 2007

alt Launatafla, var í gildi frá 1. janúar 2007

alt Launatafla, var í gildi frá 1. maí 2006

alt Launatafla, var í gildi frá 1. janúar 2006

 


 

Ýmsar upplýsingar vegna lausra embætta – auglýsingaskylda

 

Laus störf / embætti hjá ríkinu ber að auglýsa sbr. upplýsingar um slíkt af vef fjármálaráðuneytisins:

 

„Meginreglan er sú að öll laus störf ber að auglýsa opinberlega laus til umsóknar, sbr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.


Sjónarmiðin að baki auglýsingaskyldunni eru annars vegar jafnræði borgaranna til að sækja um störf og hins vegar það að þannig sé stuðlað að því að ríkið eigi sem bestan kost á hæfum umsækjendum.


Í reglum fjármálaráðherra nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, er kveðið á um þau atriði sem þurfa hið minnsta að koma fram í auglýsingu, um lengd umsóknarfrests og birtingu auglýsingar. Jafnframt er þar að finna nokkrar undantekningar frá auglýsingaskyldunni. Þá er hægt að setja mann tímabundið í embætti til afleysinga án auglýsingar, sbr. 24. gr. laga nr. 70/1996 með síðari breytingum. Um frekari undantekningar er ekki að ræða nema þær örfáu sem er að finna í sérákvæðum laga um einstaka flokka starfsmanna ríkisins.


Reglur nr. 464/1996 taka til almennra starfa í þjónustu ríkisins, þ.e. starfa sem falla undir gildissvið laga nr. 70/1996 að undanskildum embættum en þau eru talin upp í 22. gr. laganna.“


og:


„Meginreglan er sú að það er ekki skylt að auglýsa starf laust til umsóknar þegar starfi tiltekins starfsmanns er breytt t.d. í tilefni af nýju skipulagi. Regla þessi byggir á 19. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeirri grein er starfsmanni skylt að sæta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því er hann tók við starfi. Slíkar breytingar geta m.a. lotið að staðsetningu vinnustaðar/ starfsstöðvar, fyrirkomulagi vinnutíma og verkefnum. Rétt er að tilkynna um slíkar breytingar skriflega.“

 

Telji lögreglumenn á sig hallað í þessum efnum er hægt að koma á framfæri kvörtun til Umboðsmanns Alþingis sem e.a. tekur mál til skoðunar og skilar áliti í kjölfarið.

 

Rétt er að vekja á því sérstaka athygli hér að Landssamband lögreglumanna ritaði Umboðsmanni Alþingis bréf þann 11. janúar 2016 í hverju farið var fram á það við umboðsmann að hann hæfi frumkvæðisathugun á stöðuveitingum innan lögreglu en talsvert hafði borið á því að félagsmenn kvörtuðu til LL vegna stöðuveitinga án undangenginna auglýsinga.

Svarbréf umboðsmanns barst LL þann 8. febrúar 2016 í hverju umboðsmaður reifar auglýsingaskyldu vegna lausra starfa og embætta hjá hinu opinbera og lýsir því síðan yfir að hann muni ekki, á grundvelli ónógra fjárveitinga og mannafla, hefja frumkvæðisathugun þá sem LL fór fram á að gerð yrði.  Þá lýsti hann því jafnframt yfir að embættið myndi eftir sem áður taka til umfjöllunar kvartanir einstaklinga vegna slíkra mála.

Þetta vill segja að einstaka lögreglumenn, sem telja á sér brotið vegna þess að tilteknar stöður eða embætti hafi ekki verið auglýst laus til umsóknar verða sjálfir að bera upp kvörtun sína til umboðsmanns. 

 

Hér að neðan eru hlekkir á ýmsar upplýsingar varðandi auglýsingar á lausum störfum / embættum hjá ríkinu:

 

images/M_images/pdf_button.png Handbók um ráðningar hjá ríkinu, gefin út af fjármálaráðuneytinu í mars 2007.

images/M_images/weblink.png Reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum hjá ríkinu, með síðari breytingum.

images/M_images/weblink.png Upplýsingar af vef fjármálaráðuneytisins um auglýsingu starfs / embættis.

images/M_images/weblink.png Dreifibréf nr. 8/2002 um upphaf starfs embættismanna og auglýsingar á lausum embættum.

images/M_images/weblink.png Spurt og svarað af vef fjármálaráðuneytisins – auglýsingar lausra starfa / embætta.

 


 

Dómar félagsdóms auk ýmissa úrskurða þ.m.t. frá kærunefnd jafnréttismála, umboðsmanni Alþingis o.fl. er varða ýmis kjaraleg réttindi lögreglumanna, skipun / setningu í stöður o.fl.

 

Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins.

Samkvæmt 44. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur er verkefni Félagsdóms að fjalla um:

  1. mál sem rísa út af kærum um brot á lögum nr. 80/1938 og tjóni sem orðið hefur vegna ólögmætra vinnustöðvana,
  2. mál sem rísa út af kærum um brot á vinnusamningi eða út af ágreiningi um skilning á vinnusamningi eða gildi hans,
  3. önnur mál milli verkamanna og atvinnurekenda, sem aðilar hafa samið um að leggja fyrir dóminn, enda séu að minnsta kosti þrír af dómendum því meðfylgjandi.

Meirihluti mála sem rekin eru fyrir Félagsdómi falla undir annan tölulið lið 44. gr., þ.e. ágreiningur aðila snýst um túlkun á ákvæðum kjarasamninga.

Mál sem höfðuð eru til innheimtu vangoldinna launa eru ekki rekin fyrir Félagsdómi heldur heyra þau undir hina almennu dómstóla.

 

LL hefur, í gegnum tíðina, þurft að reka ýmis mál fyrir félagsdómi auk a.m.k. einnar formlegrar kvörtunar til Umboðsmanns Alþingis.  Hér að neðan verður hægt að nálgast hlekki inn á þá dóma sem félagsdómur hefur kveðið upp í málum er varða lögreglumenn auk ýmissa annarra hlekkja á úrskurði ýmisskonar er varða réttindamál lögreglumanna.

 

Vitir þú af máli (hlekk inn á mál) sem ekki er að finna í listunum hér að neðan þá endilega hafðu samband við LL á netfangið   ll@bsrb.is og komdu viðeigandi upplýsingum á framfæri.


 



Félagsdómur


  1. Dómur nr. 6/2009 frá 22. janúar 2009:  LL gegn íslenska ríkinu vegna bakvaktamála hjá LRH
  2. Dómur nr. 17/2004 frá 14. mars 2005:  LL gegn íslenska ríkinu vegna stofnanasamnings

 

 


  

Kærunefnd jafnréttismála

 

Kærunefnd jafnréttismála er rekin undir velferðarráðuneytinu.  Upplýsingar um nefndina er hægt að finna á vef velferðarráðuneytisins.

Eyðublað vegna kvörtunar til nefndarinnar er hægt að nálgast hér.

 

  1. Mál nr. 1/2015 frá 12. júní 2015: A gegn innanríkisráðuneytinu vegna setningar þriggja karlmanna í stöður aðstoðaryfirlögregluþjóna hjá LRH.
  2. Mál nr. 6/2014 frá 28. apríl 2015:A gegn lögreglustjóranum á „B“ vegna setningar tveggja karlmanna í stöður varðstjóra.
  3. Mál nr. 3/2015 frá 14. apríl 2015: A gegn RLS vegna setningar konu í stöðu lögreglufulltrúa við „B“.
  4. Mál nr. 4/2014 frá 20. október 2014: A gegn ríkislögreglustjóra vegna ráðningar í stöðu lögreglufulltrúa.
  5. Mál nr. 12/2004 frá 28. janúar 2005: B og D gegn dómsmálaráðherra vegna skipunar í stöðu aðstoðaryfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins í Kópavogi.
  6. Mál nr. 4/1998 frá 21. ágúst 1998: A gegn dómsmálaráðherra vegna ráðningar í stöðu Ríkislögreglustjóra.

 


  

Umboðsmaður Alþingis

 

Hér er hægt að nálgast eyðublöð fyrir kvörtun til Umboðsmanns Alþingis.

Vakin er athygli á því að kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þarf að berast undirrituð af þeim sem ber kvörtunina fram eða þeim sem til þess hefur fengið undirritað umboð sem þá þarf einnig að fylgja kvörtuninni.

 

  1. Mál nr. 8898/2016 frá 24. mars 2017: A vegna ráðningar lögreglustjórans á Suðurnesjum á ófaglærðum einstaklingum til starfa í lögreglu o.fl.
  2. Mál nr. 8945/2016 frá 10. október 2016: A vegna ákvörðunar lögreglustjórans X um ráðningu löglærðs fulltrúa – Auglýsingaskylda.
  3. Mál nr. 8699/2015 frá 25. júlí 2016: A vegna ákvörðunar lögreglustjórans X um ráðningu löglærðs fulltrúa – Andmælaréttur – Aðgangur að gögnum og upplýsingum.
  4. Mál nr. 6649/2011 frá 28. júní 2013: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um veitingu sumarstarfs hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
  5. Mál nr. 6560/2011 frá 1. mars 2013: A vegna ákvörðunar Sérstaks Saksóknara um veitingu starfa hjá embættinu árin 2010 og 2011.
  6. Mál nr. 6265/2011 frá 11. október 2012: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um lausn frá störfum af heilsufarsástæðum.
  7. Mál nr. 6276/2011 frá 18. júní 2012: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um skipanir C og D í embætti lögreglumanna við embætti lögreglustjórans á Akureyri.
  8. Mál nr. 6137/2010 frá 18. júní 2012: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um setningu í stöðu lögreglumanns í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
  9. Mál nr. 5124/2007 og 5196/2007 frá 10. desember 2008: A og B vegna ákvarðana Ríkislögreglustjóra um skipun í störf innan lögreglu.
  10. Mál nr. 4866/2006 frá 18. nóvember 2008: A vegna flutnings lögreglumanns í stöðu deildarstjóra innheimtudeildar sýslumannsins á Blönduósi.
  11. Mál nr. 4699/2006 frá 28. janúar 2008: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að skipa Y í stöðu lögregluvarðstjóra við embætti sýslumannsins á X.
  12. Mál nr. 4601/2005 frá 31. október 2006: A vegna ákvörðurnar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að víkja honum að fullu úr starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
  13. Mál nr. 4249/2004 frá 6. júní 2005: A vegna setningar 13 lögreglumanna í störf hjá lögreglunni í Reykjavík en A var meðal umsækjenda.
  14. Mál nr. 4291/2004 frá 6. júní 2005: A vegna setningar 10 lögreglumanna í störf hjá lögreglunni í Reykjavík en A var meðal umsækjenda.
  15. Mál nr. 3667/2002 frá 11. maí 2003: A vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að setja B í starf lögreglufulltrúa við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
  16. Mál nr. 2696/1999 frá 31. júlí 2000: A vegna veitinga á starfi lögreglufulltrúa við fíkniefnastofu við embætti Ríkislögreglustjóra.
  17. Mál nr. 2569/1998 frá 27. júní 2000: A vegna ráðninga til sumarafleysinga hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli.
  18. Mál nr. 2699/1999 frá 2. nóvember 1999: A vegna setningar í stöðu lögreglufulltrúa hjá embætti Ríkislögreglustjóra.
  19. Mál nr. 2666/1999 frá 28. maí 1999: A vegna tilflutnings í starfi rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglustjóranum í Reykjavík.
  20. Mál nr. 2127/1997 frá 31. október 1998: A vegna ákvörðunar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um að víkja honum að fullu úr embætti lögreglumanns.
  21. Mál nr. 2465/1998 frá 3. júní 1998: A vegna ákvörðunar valnefndar Lögregluskóla ríkisins um að hafna honum um skólavist.
  22. Mál nr. 1448/1995 frá 21. júní 1996: A vegna flutnings úr starfi yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins í X í stöðu varðstjóra við embætti sýslumannsins í Y.
  23. Mál nr. 1310/1994 frá 15. mars 1996: Sex aðilar vegna veitingar stöðu yfirlögregluþjóns við embætti sýslumannsins í Hafnarfirði.
  24. Mál nr. 1320/1994 frá 2. febrúar 1996: Umboðsmaður Alþingis að eigin frumkvæði.  Athugun á framkvæmd Stjórnarráðs Íslands um auglýsingar á lausum stöðum ríkisstarfsmanna.
  25. Mál nr. 1263/1994 frá 22. ágúst 1995: Lögreglumaður A vegna áminningar sýslumannsins í X.
  26. Mál nr. 528/1991 frá 11. mars 1993: LL vegna hæfisskilyrða til ráðningar í störf lögreglumanna.
  27. Mál nr. 707/1992 frá 8. febrúar 1993: Lögreglumaður A í starfsnámi vegna ákvörðunar um að starfssamningur hans hefði ekki verið endurnýjaður.

Til baka