Fréttir

Stytting vinnuvikunnar – Kynningarmyndband

12 okt. 2020

Á vormánuðum 2020 náðist einn stærsti áfangi launafólks á Íslandi í áraraðir þegar samningar tókust um styttingu vinnuvikunnar bæði í dag- og vaktavinnu.  Ítarleg grein hefur verið gerð fyrir þessari breytingu á undanliðnum mánuðum, bæði á heimasíðu BSRB og LL.

Nú nýverið lét BSRB vinna stutt kynningarmyndband um þessa vinnu og það sem framundan er en einn liður í því eru m.a. svokölluð umbótasamtöl sem eiga að vera hafin á öllum opinberum vinnustöðum.

Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu

Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu

Betri vinnutími

Umbótasamtal á vinnustöðum

Stytting vinnuvikunnar

Til baka