Fréttir

Lögreglumaðurinn kominn út

19 mar. 2021

Nýtt tölublað af Lögreglumanninum var borið út til félagsmanna í dag. Í blaðinu er viðtal við nýkjörinn formann Landssambands lögreglumanna, sem tekur við í vor. Í því er einnig ítarleg úttekt um jafnréttismál innan lögreglunnar og viðtal við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Halla ræðir meðal annars um jafnréttismál og þær áskoranir sem hún hefur mætt á sínu fyrsta starfsári í nýju embætti.

Umfjöllun um nýjan stofnanasamning er að finna í blaðinu, útlistun á orlofshúsum félagsins og upplýsingar um sumarúthlutun, auk aðsendrar greinar frá forstöðumanni Mennta- og starfsþróunarseturs lögrelgunnar um breytingar á lögreglunámi. Loks skipa íþróttir veigamikinn sess í blaðinu, eins og hefð er fyrir.

Snorri Magnússon, fráfarandi formaður LL, skrifar kveðjupistil í blaðið en hann hefur verið formaður í bráðum 13 ár.

Nýtt útlit prýðir blaðið að þessu sinni en Davíð Þór Guðlaugsson annaðist hönnun blaðsins og tók forsíðumyndina.

Hér má lesa rafræna útgáfu blaðsins.

Til baka