Fréttir

Streita í starfi hefur áhrif á fjölskyldur lögreglumana

18 okt. 2021

Störfum lögreglu fylgir álag og streita, einkum hjá þeim sem árum saman sinna útköllum. Hún hefur ekki aðeins áhrif á lögreglumennina sjálfa heldur einnig nánasta umhverfi, maka, börn og stundum vini. Lögreglumenn í hjónabandi eða sambúð finna fyrir meiri streitu en hinir þar sem meiri líkur eru á árekstri við fjölskyldulíf hjá þeim. Margir makar upplifa mikla vaktavinnu lögreglumanna sem mikið álag á fjölskylduna.

Þetta kemur fram í grein eftir Ingveldi E. Össurardóttir, nema í félagsráðgjöf í HÍ, í nýjasta tölublaði Lögreglumannsins. Þar er bent á að streita í starfi smiti yfir mörk starfs og einkalífs og geti haft veruleg áhrifa á líðan og velferð fjölskyldna sem henni tengjast. Tíundi hver lögreglumaður á Íslandi gæti þurft á sálrænum úrræðum að halda. Í því ljósi er líklegt að margar fjölskyldur lögreglumanna hér á landi gætu haft verulegan ávinning af leiðum sem beita má gegn streituáhrifum starfsins.

Greinina má lesa hér.

Til baka