Fréttir

Rafvarnarvopn auki öryggi

2 nóv. 2022

„Undanfarnar vikur hefur krafa lögreglunnar um auknar rannsóknarheimildir og rafvarnarbúnað verið til umræðu í fjölmiðlum. Í mínum huga tengjast bæði þessi málefni öryggi okkar, slysatíðni og auknu álagi.  Ég tel að rafvarnarvopn auki mjög öryggi lögreglumanna og almennings.“

Þetta skrifar Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, í pistli í nýju tölublaði Lögreglumannsins. Hann segir þar að tölur frá breska heimavarnarráðaneytinu sýni að eftir að lögregla þar í landi hafi fengið í hendur slíkan búnað hafi slysum á lögreglumönnum, og á meðal þeirra sem lögregla þurfi að hafa afskipti af, fækkað.

„Sömu upplýsingar berast frá þeim norrænu ríkjum sem tekið hafa í notkun rafvarnarvopn. Ástæðan fyrir þessu er m.a. talin vera sú að með þeim er hægt er að yfirbuga hættulegt fólk úr meiri fjarlægð og þannig draga úr líkamlegum átökum. Flest slys á lögreglumönnum verða við handtökur. Það hefur sýnt sig að í 80% tilvika nægir að hóta notkun á rafvarnarvopni til að fólk fari að fyrirmælum lögreglu.”

Pistilinn í heild má lesa hér

Til baka