Nýjar reglur um Fræðslu- og starfsþróunarsjóð
22 des. 2022
Nýjar reglur um Fræðslu- og starfsþróunarsjóð hafa verið gefnar út og öðlast gildi frá og með deginum í dag, 22. desember 2022. Helstu breytingar frá fyrri útgáfu felast í því að viðmiðunarfjárhæð styrkja hækkar úr 300 í 400 þúsund krónur ásamt því sem skerpt er á málsmeðferðarreglum er varðar umsóknir og styrki og sett inn ákvæði um skilagrein embætta með umsóknum.
Síðasti fundur stjórnar sjóðsins var 12. desember sl. og næsti fundur er fyrirhugaður í marsmánuði 2023.
Nýju reglurnar má sjá hér.