Fréttir

Nýr Lögreglumaður kominn út

22 nóv. 2023

Nýtt tölublað Lögreglumannsins, rits Landssambands lögreglumanna, er komið út. Blaðið er nú í dreifingu og ætti að berast félagsfólki í LL í þessari viku.
Blaðið er einnig aðgengilegt hér á vefnum.

Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Svanhvíti Ingvarsdóttur, Berglindi Eyjólfsdóttur, Birgi Jónasson og Karl Steinar Valsson. Þá eru fréttir af málefnum félagsins og af norrænum vettvangi. Formannshornið er á sínum stað í blaðinu. Einnig er í blaðinu grein sem Ólafur Örn Bragason ritar um fagmennsku og tengingu við siðferði, ásamt umfjöllun um lokaverkefni Nönnu Stefánsdóttur um rannsókn á brotthvarfi lögreglumanna úr starfi. Þá er einnig að finna grein Magnúsar Þórs Jónssonar og Þorsteins Skúlasonar um útreikninga ökuhraða.
Margt annað efni má finna í blaðinu sem vonandi vekur áhuga.
Umfjöllun um íþróttir er svo á sínum stað.

Til baka